heitir réttir
Page 1 of 1
heitir réttir
Hérna eru þrír
BASIC wrote:ég ríf niður brauð í eldfast mót.
sker skinkubréf (bónus skinku bréf) í litla búta.
er með grænan aspas í dós (eina dós)
og sveppa smurost (eina dollu)
Bræði ostinn í potti og set smá af aspas safanum með. set svo aspasinn og skinkuna útí, helli smá af aspas safa yfir brauðið og helli svo gumsinu yfir brauðið. Set rifinn ost yfir þetta og í ofn þangað til osturinn er orðinn gullinbrúnn Smile
Líka gott að vera með svona rúllubrauð og setja "gumsið" inní það og ost og paprikukrydd yfir Smile
Pálínan wrote:Hér er minn:
1 piparostur
1 mexico-ostur
ca 100 rjómaostur
4-5 dl matreiðslurjómi
1 box af sveppum (250 gr)
100 gr pepperoni
1 beikonbréf
2 dósir sýrður rjómi
3/4 til 1 heilt franskbrauð, skorpuskorið og tætt niður
1. Ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
2. Rífið brauðið niður og setjið í eldfast mót.
3. Sveppir og beikon steikt á pönnu og raðað ofan á brauðið (ég hef líka stundum bara skellt því í pottinn með ostunum og rjómanum og finn lítinn mun)
4. Pepperoni stráð þar ofan á og ostablöndunni hellt yfir.
5. Bakað í ofni við 200°c í u.þ.b. 20 mínútur.
Svo má alveg leika sér með að gera hann mismunandi, td sleppi ég mjög oft beikoninu og nota skinku í staðinn ef ég á. Eins er hann mjög stór svo ef ég er ekki með nema 4-5 manns í saumó og ætla að hafa fleiri veitingar þá nota ég oft bara mexíkóost og sleppi piparostinum, sýrða rjómanum og beikoninu.
Tengdó wrote:
1 pakki aspas niðurskorinn
1 dós campbell sósa
1 pakki skinka
1 brauð, fransbrauð án skorpu í bitum
2-3 msk majones
sett ofan á þetta raspur frá PAX sem er með einhverju auka kryddi
Page 1 of 1
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum