Chickas
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Hveitikím fræðsla og uppskriftir

2 posters

Go down

Hveitikím fræðsla og uppskriftir Empty Hveitikím fræðsla og uppskriftir

Post  glt Thu Mar 03, 2011 11:52 am

Byrjum á smá fræðslu og lestri um hveitikím!


Hveitikím er undurfæða. Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst. Hveitikím inniheldur 23 næringarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Vegna þess að hveitikím er svo ríkt af næringarefnum, vítamínum, járni og trefjum er hægt að leggja að jöfnu u.þ.b. 30 g af hveitikími og 250 g af grænmeti sem eru góðar fréttir fyrir þá sem þurfa að auka magn grænmetis í fæðunni og ekki síður fyrir þá sem þurfa að skera niður neyslu á einföldum kolvetnum. Í hverjum 100 gr. af hveitikími eru 27 gr. prótein.

Magn næringarefna í hveitikíminu virðist endalaust; það inniheldur meira magn kalíums og járns en nokkur önnur fæðutegund ásamt því að innihalda mikilvægar Omega-3 fitusýrur, ríbóflavín, kalsíum, sink, magnesíum og A-, B1- og B3-vítamín í miklu magni. B1- og B3-vítamín eru mjög mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva, innri líffæra, hárs og húðar.

Hveitikímið er einstaklega ríkt af E-vítamíni. E-vítamín er eitt magnaðasta fituleysanlega andoxunarefnið í líkamanum. Það er einstaklega öflugt til varnar hættulegum sindurefnum (Free radicals) sem jafnframt er öflug forvörn gegn krabbameini, það styrkir ónæmiskerfið og talið koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. E-vítamínið er einstaklega styrkjandi fyrir húð og hár og talið hægja verulega á öldrun líkamanns ásamt því að styrkja lungu, blóð og hafa jákvæð áhrif á sjón og augu.


Hérna eru nokkrar uppskriftir sem að ég hef fundið á alnetinu og safnað saman.

Ég geri þessi brauð oft og eru þau klikk einföld of fljótleg í gerð, það er hrært í eina brauðsneið í einu og er þessi uppskrift því 1 brauðsneið og er það val hvers og eins hvernig hún er mótuð. Passið bara að setja deigið á smjörpappír því að annars festist sneiðin við plötuna.

Hveitikím 30gr.
Sesamfræ 1tsk
Hörfræ 1tsk
Sólblómafræ 1 tsk
Smá kanill 1tsk
Smá vatn sett útí og hrært þangað til maukið er orðið eins og þykkur hafragrautur og smellt á plötu inní ofn í 10 mín á 180 gr.

Síðan hef ég poppað þessa uppskrift upp, t.d. fræjum og sett kókos og rúsínur í staðinn. Eða sett bara sesam fræ. Þessi uppskrift er ekki heilög heldur svona meira til viðmiðunar.



Bananakanil hveitikíms pönnsur

5 bollar ferskt hveitikím
3-4 msk lífræn olífuolía
2 tsk vínsteinslyftiduft - ef vill
2 msk kanill
2 egg
2 vel þroskaðir stappaðir bananar
Sjávarsalt
Vatn eftir þörfum.

Þurrefnunum blandað saman - olíu, eggjum og banana hrært við og vatni blandað við uns degið er orðið að þykkum graut. Steikt upp úr lífrænni olíu og steikt á pönnu við vægan hita.

Svo gerði ég líka hádegisklatta sem ég borða sem léttan kvöldmat eða í hádeginu með salsasósu, kotasælu og salati. Nú eða sem pizzabotn og nota örlítið af mögrum ost.

5 bollar ferskt hveitikím
3-4 msk lífræn olífuolía
2 tsk vínsteinslyftiduft - ef vill
1 tsk hvítlaukssalt eða annað krydd
2 egg
4 sneiðar kjúklingaskinka
2 stilkar vorlaukur
ferskt kórander
1 rauð paprika
Sjávarsalt
Vatn eftir þörfum.


Sama aðferð og á pönnsunum

Hveitikíms Panini

30 gr (1dl) hveitikím

1 egg

1/4 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk paprikuduft

Smá italian seasonings krydd 

ca. 2 msk vatn
Þetta er bakað í samlokugrilli í rúmar 4 mínútur. Passa verður að krækja ekki grillinu og er gott að leggja  skeið á milli eða eitthvað sem lyftir lokinu aðeins til að gefa kíminu rými til að lyfta sér.
Brauðið er svo skorið í tvennt og eitthvað gómsætt sett á milli t.a.m. alls konar grænmeti, kjúkling og góða og holla sósu. 


Last edited by glt on Thu Mar 03, 2011 3:04 pm; edited 1 time in total

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

Back to top Go down

Hveitikím fræðsla og uppskriftir Empty Re: Hveitikím fræðsla og uppskriftir

Post  glt Thu Mar 03, 2011 11:59 am

Síðan er hveitikímsolían algjör andoxunarefnabomba

fann þetta hérna http://svoludottir.wordpress.com/category/hveitikim/

Hún inniheldur stúúútfullt af E-vítamíni sem er dásamlegt andoxunarefni. Bæði er það súper gott á hrukkur, ör, húðvandamál…og að auki lagar hún líka að innan. Hún kostar um 1400 kr. í Yggdrasil, en þú þarft bara smá smakk á dag og þú færð heilann helling út úr því. Hún virkar eins og algör vítamín bomba fyrir andlitið, lagar skemmda húð eftir bólur og sár, sléttir og eykur framleiðslu nýrra húðfruma! = FOREVER YOUNG!

E- vítamín er eitt magnaðasta andoxunarefni sem til er! Ok, nú tala ég rosalega stórt…en í alvöru…það er hægt að taka inn svo mikið E-vítamín án þess að fá nokkrar aukaverkanir! AUÐVITAÐ þarftu ekki alltaf að taka mikið inn svo að það fari að virka!! NOTAÐU heilann, það er það sem gildir! Frekar að taka minna í einu og reglulega…Ég verð að skrifa það, en vinsamlegast ekki vera svo vitlaus að fara þamba flöskuna og halda að þú vaknir 5 ára á morgun. Just aint happening! Líkaminn vill fá sinn skammt á dag, t.d 1 matskeið og jafnvel aftur um kvöldið,….thats it!

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

Back to top Go down

Hveitikím fræðsla og uppskriftir Empty Re: Hveitikím fræðsla og uppskriftir

Post  glt Thu Mar 03, 2011 12:12 pm

Fleiri uppskriftir sem ég fann með aðstoð google.com

Hveitikímskex

15gr kím
1/8tsk matarsódi
1msk sykurlaust síróp frá davinci gourmet bragt eftir smekk. (Kaffitár)
1-11/2 matskeið vatn
3 matskeiðar olía til steikingar, bragðlítil.

Blanda kími, sóda síróp og vatni saman þar til deit, álíka þykkt og hafragrautur.
Steikið í 7mín á hvorri hlið.
Kælið
Berið fram með smjöri

Einnig má hafa kökuna ósæta og setja kryddjurtir í stað síróps en þá þarf meira vatn.


Pizza

50gr kím
1msk ítalskar kryddjurtir
¼ tsk matarsódi
¾-1 dl vatn
1msk olía bragðlítiæ

Hitið ofninn í 200
Blanda kími kryddi og sóda saman í glasi og bæta vatni í skömmtum, hræra á milli, þar til blanda hæfilega þykk og vel samlögð. Blandan á að vera álíka þykk og miðlungsþykkur hafri. Klæðið ofnplötu með smjörpapp og smyrjið olíu á pappírinn.
Hellið deiginu og gerið hringlaga botn. Hafið hann jafnann með engum götum.
Bakið í 15-20mín eða þar til botn virðist laus við nær allan raka.

Álegg
Grænmeti, sveppir, mþví meira því betra.
Olía til steikingar
Tómatmauk
1-2msk vatn
Krydd eftir smekk
Pepperoni – skinka
Ostur, rifinn
3-4msk olía
3-4 hvítlauksgeirar
Maldon salt

Steikið grænmeti, eða í ofn með botninum, á grind fyrir ofan. Smyrka mauki ofan á botninn, þynna maukið aðeins. Krydda með kryddjurtum, salti.
Setja áleggi á grænmeti með of ost yfir.
Bakið í 15-20mín hellið olíu í litla skál og setjði hvítlauk úti. Ef olían er hituð örlíði næst meira bragð úr hvítlauknum..
Vegna þess að kím bakast hægt þarf að forbaka eða þurrka botninn og best er að gera nokkra litla botna en einn stórann. Því kímið er laust í sér og bakast illa innað miðju ef botn er stór.



Ekki lyftiduft heldur natron.


1-2 matskeiðar af vökva fyrir hvernig ½ dl af kími.

Athugið að þurrkað kím loðir ekki jafn vel saman og ferskt kím og hentar því illa til þess að búa til réttina í þessum þætti.


Best að sleppa blæstri á ofni þegar kím er bakað.

Epla-krömbl
Fyrir 4

2-3 meðalstór epli
30gr kím
30gr sojahveiti
30gr xylitol sykur
2 tsk kanill
30gr smjör

4msk kanill
4msk xylitol sykur

Hita ofn í 220 skerið epli í þunnar sneiðar, blandið kími hveiti xylitol og kanil saman í skál. Myljið smjörið saman við. Útbúið kanilsykur. Helming epla í smurt eldfast mot 3-4 msk af kanilnum og helvming kímblöndu ofaná. Endurtakið.
Smjörklípur ofaná.
Baka í 20 mín


Hamborgabrauð
Fyir 1

40-45g kím
½ tsk matarsódi
1 ½ ítals kryddjurt
½ tsk paprikuduft
6dropar hermesetas vökva
1dl vatn
1msk sesamfræ
2msk olía

Hita í 200°
Blanda öllu saman nema vatni fræjur og olíu og hrærið vel
Setja vatn saman við í smá skömmt þangað til deig verður álíka þykkt og hafri, ekki of blautt.
Smjörpappír í ofnskúffu með olíu.
Skipta deigi í 2 hluta – 2 hringlaga kökur
Sesamfræ ofaná aðra.
Baka í 15-20mín þar til mesti raki farinn
Takið brauð úr ofni og setjið saman t.d. með hamborgarabuffi sósu beikoni eða osti og helling af grænmeti.

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

Back to top Go down

Hveitikím fræðsla og uppskriftir Empty Re: Hveitikím fræðsla og uppskriftir

Post  GydaSlayer Fri Apr 08, 2011 7:47 pm

Vá frábært innlegg Guðný! Ég vissi einmitt að þetta væri bráðhollt en ekki svona rosalega! Og takk fyrir ábendinguna með olíuna! Ég set hveitikím alltaf útí smoothie-inn minn svo ég hlýt að endast í 100ár í viðbót!
GydaSlayer
GydaSlayer
Admin

Posts : 75
Join date : 2009-09-30
Age : 42
Location : Hafnarfjörður

Back to top Go down

Hveitikím fræðsla og uppskriftir Empty Re: Hveitikím fræðsla og uppskriftir

Post  Sponsored content


Sponsored content


Back to top Go down

Back to top

- Similar topics

 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum