Ruttuhumar

Go down

Ruttuhumar Empty Ruttuhumar

Post  Rut on Fri Sep 24, 2010 10:54 am

Finnst ykkur nafnið ekki smart? Wink
Ég skellti í humarpastarétt um daginn og hann heppnaðist svo gasalega vel að ég ætla hér með að negla niður uppskriftina því ég held ég sé sátt við hana eins og hún er.

Humarpasta með ostasósu, fyrir 2

10 stórir humarhalar
1/2 piparostur
1/2 hvítlauksostur
1 ferna matreiðslurjómi
1 askja af sveppum
1 lítil rauð paprika
1/2 laukur
2-3 hvítlauksrif
góð klípa af smjöri, ca 60 g kannski en ég á ekki vigt
aromat
1 kjúklingateningur

Pastaslaufur, eða bara eitthvað
Heit smábrauð

Ég klippi skelina að ofan og neðan og tek humarinn úr, skola hann og garndreg og klippi hann svo í tvennt eftir honum endilöngum. Ég geri þetta því að halarnir eru svo oft hálfklofnir og mér finnst það ekki nógu smart, finnst bitarnir flottari svona og þetta er líka svo hentug stærð. Svo frysti ég skeljarnar því þær má nota seinna til að gera súpu Smile

Saxa hvítlauksrifin niður og setja þau á pönnu með smjörinu, krydda með slettu af aromati og hita þetta vel og skella svo humrinum á. Ég tók ekki tímann á humrinum, en ég steikti hann ekki lengi, kannski 1 mínútu á hvorri hlið....hann er tilbúinn um leið og hann hvítnar í gegn.

Tek svo humarinn af og set til hliðar en skil hvítlaukssmjörið eftir á pönnunni, steiki þar sveppi og lauk og bæti ostunum, rjómanum og kjúklingateningnum út á. Þegar ostarnir eru bráðnaðir set ég paprikuna út á og læt malla í 5 mín, svo set ég humarinn og læt hann hitna í gegn.
Borið fram með heitum smábrauðum og pasta, það er örugglega mjög lekkert að strá smá steinselju yfir réttinn áður en maður ber hann fram, ég átti hana bara ekki til.

Rut
Admin

Posts : 96
Join date : 2009-09-29

View user profile

Back to top Go down

Ruttuhumar Empty Re: Ruttuhumar

Post  Birna on Fri Sep 24, 2010 10:57 am

Hvað segiði um að við förum að hafa matarboð oftar? Laughing
Birna
Birna
Admin

Posts : 140
Join date : 2009-09-29
Age : 36

View user profile

Back to top Go down

Ruttuhumar Empty Re: Ruttuhumar

Post  Rut on Sat Sep 25, 2010 3:37 pm

Mér líst barasta mjög vel á það Smile ....en ég á víst engan humar eftir til að splæsa á ykkur mínar kæru

Rut
Admin

Posts : 96
Join date : 2009-09-29

View user profile

Back to top Go down

Ruttuhumar Empty Re: Ruttuhumar

Post  Sponsored content


Sponsored content


Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum