Chickas
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Spelt pizza botn & sósa

Go down

Spelt pizza botn & sósa Empty Spelt pizza botn & sósa

Post  glt Tue Nov 23, 2010 8:21 am

Hér er uppskrift af botni frá Sollu á Grænum Kosti

Pizzabotn:

250g spelt, smart að nota 1/2 gróft & 1/2 fínt í byrjun

3-4 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

1 tsk óreganó

1-2 msk lífræn ólífuolía

125ml heitt vatn

botninn:

Þurrefnum blandað saman í skál eða það sem mun auðveldara er: sett í hnoðarann í matvinnsluvélinni. Olíunni bætt útí & síðan vatninu & deigið hnoðað. Smá spelti stráð á borðið & deigið flatt út frekar þunnt. Ég tek hringlótta kökudiskinn minn sem er 25 cm í þvermál & skelli ofan á deigið til að fá hringlaga botn. Setjið bökunarpappír á ofnplötu & deigið þar ofan á & forbakið við 200*C í uþb. 3-4 mín & setjið rakt viskustykki ofan á botnana svo þeir verði ekki að tvíböku. Þessi uppskrift gefur 2 botna með 25 cm í þvermál

Tómatsósa:

1 dós niðursoðnir tómatar

2 msk tómatpúrré

1-2 hvítlauksrif – pressuð

2 tsk þurrkað oregano

2 tsk þurrkað basil

2 tsk þurrkað timian

1 tsk sjávarsalt & 1/4 tsk nýmalaður svarur pipar

ég gerði svona sósu um daginn en bætti við ferskum tómötum og var með ferskt basil, hún var osom.


Ég hef síðan verið að setja hráskinku, rukólasalat og pistasíu kjarna á pizzuna eða eitthvað hefbundið álegg.

Prufaði líka að gera hvítlauksbrauð, pressaði 2-3 hvítlauksrif, fersk steinselja, sjávarsalt og olía.

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum