Jólakökur (margar uppskriftir)

Go down

Jólakökur (margar uppskriftir) Empty Jólakökur (margar uppskriftir)

Post  Eva on Sun Oct 31, 2010 6:14 am

Mamma sendi mér þennan lista, datt í hug að deila með ykkur. Endilega ef þið prófið einhverjar látið vita hvernig þær eru. Ég á örugglega eftir að gera einhverjar í nóv/des Smile

JÓLASMÁKÖKUR

Kornflexsmákökur
4 eggjahvítur
2 bollar púðursykur > stífþeytt.
4 bollar kornflex
2 bollar af kókosmjöli blandað saman við
100 gr af smáttsöxuðu suðusúkkulaði
1 tsk af vanilludropum
Sett með teskeið á bökunarpappirsklædda plötu í smá toppa. Bakað við 150 gráðu hita í ca 15 mín.

Marsipankökur
500 gr marsipan
300 gr flórsykur
1-2 eggjahvítur
2msk hveiti.
Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum. Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Bræddu súkkulaði smurt ofan á

Lion bar kökur
100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar.

Kókossúkkulaðikökur frú Jónu
2 egg
2 dl sykur > Þeytt vel saman
3 dl kókosmjöl
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði
Blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu og bakað við 160°c
Þessu uppskrift er á u.þ.b. 2 plötur

Súkkulaðidropakökur
3 egg
2 bollar sykur
2 bollar púðursykur
300 g smjörlíki
6 1/2 bolli hveiti
2 bollar kókosmjöl
2 tsk natron
1 tsk salt (má sleppa)
Súkkulaðidropar til skreytingar eftir bakstur.
Deigið er hnoðað og búnar til litlar kúlur. Bakað við 200°c. Þegar platan er tekin út úr ofninum ber að hafa hraðar hendur við að raða einum súkkulaðidropa ofan á hverja köku svo að þeir festist við kökurnar. Bráðnar smá fyrst svo ekki er hægt að raða þeim fyrr en súkkulaðið storknar aftur.

Lakkrístoppar
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín

Negulkökur
250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull
Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund. Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli. Bakað við 180 gráður í 8-10 mín

Amerískar súkkulaðibitakökur I
2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1. tesk salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði...
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)
Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við.
Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín.

Amerískar súkkulaðibitakökur II
1,25 bolli hveiti
1 tesk. matarsódi
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tesk. vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði
Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman og þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti. Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið. Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út. Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar

Loftkökur
750 gr flórsykur
7 tsk kakó
2 egg
2 tsk hjartasalt

Bakað í 5-6 mín v/200°c

Hálfmánar
250 gr hveiti
100 gr smjör
100 gr sykur
1 egg
1/4 tsk kanill
1/4 tsk kardimommudropar
tæpl. 3/4 tsk lyftiduft
1 msk mjólk
1/4 hjartasalt
Deigið flatt út, skorið út með glasi, sett smá sulta inn í hverja köku og lokað með gaffli
Bakað v/180°c í 8-10 mín

Súkkubitakökur
150 g Suðusúkkulaði
25 g smjör
200 g sykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
150 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
50 g valhnetur eða peakan hnetur
Bræðið 100 g súkkulaði og 25 g smjör yfir vatnsbaði.Látið sykur ,egg og vanillu í skál og blandið bræddu súkkulaðinu saman við.Hrærið hveiti og lyftidufti saman við.Blandið brytjuðu súkkulaði 50 g saman við ásamt hnetum.Mótaðar kúlur og bakað ofarlega í 200 gráða heitum ofni í 10 -15 mín.Njótið vel!

Súkkulaði- og hnetusmákökur
2 1/4 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjúkt smjörlíki
3/4 bolli hvítur sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanillu dropar
2 egg
1 bolli saxaðar hnetur
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...)
Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál. Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin, eitt í einu, og hrærið vel saman. Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar.

Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna. Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim Smile

m&m´s smákökur
450 g hveiti
250 g sykur
200 g m&m´s að eigin vali
200 g smjörlíki
1 dl nýmjólk
1 msk lyftiduft
3 stk egg
Aðferð
Saxið m&m´s gróft. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Setjið eggin saman við eitt í einu, hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni út í, síðan lyftidufti og hveiti. Blandið m&m´s varlega saman við. Mótið kúlur eða setjið deigið með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Skreytið með m&m´s.
Bakstur Bakið kökurnar í 10-15 mín. (eftir stærð) við 180°C.

Maltesersmarengsklattar
100 g púðursykur
100 g strásykur
100 g Maltesers
3 stk eggjahvítur
Aðferð
Þeytið hvítur og strásykur þar til stíft. Bætið púðursykri út í og stífþeytið. Blandið Maltesers varlega saman við og setjið síðan með teskeið á plötu, klædda með bökunarpappír, í litla klatta. Bakið við 125°C í u.þ.b. 20-35 mín. eða þar til hægt er að lyfta klöttunum af pappírnum án þess að þeir detti í sundur.
Hollráð
Gott er að dýfa teskeiðinni í vatn, þannig festist deigið ekki við skeiðina. Gott er að dýfa klöttunum hálfum í brætt súkkulaði eftir að þeir hafa kólna

Kurltoppar
3 eggjahvítur,
200 gr. púðursykur,
150 gr. rjómasúkkulaði eða 2 poka
súkkulaði spæni,
2 poka nóa lakkrís kurl

Stífþeytið eggjahvítur og sykur,
setjið hitt varlega út í.
Bakað í 20 mín. við 150°C hita.

Súkkulaðibitakökur
½ bolli smjörlíki
½ bolli sykur
½ bolli dökkur púðursykur
1 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
½ bolli kókosmjöl
200 g súkkulaði britjað
Smjörlíki og sykur hrært mjög vel saman
síðan er eggið sett saman við og hrært vel og svo allt hitt saman við.
Baki við 200°c í ck 10 ? 15 mín

Súkkulaðibitakökur með hnetum
540 g hveiti
1 tsk. sódaduft
150 g hnetur
150 g púðursykur
300 g strásykur
2 egg
460 g Freyju petitsúkkulaði
200 g smjörlíki
Öllu hrært vel saman. Mótað að vild. Bakað við 200 C í ca. 5 mínútur.

Trompkökur
3 eggjahvítur og 200 gr sykur stífþeytt
8 tromp skorin í litla bita
og bætt varlega saman við eggin og sykurinn
setja teskeið á plötu með bökunarpappír

Sandkorn.
Hnoðið saman:
250 gr af smjörlíki
250 gr af púðursykri
200 gr hveiti
300 gr kartöflumjöl
2tsk lyftidufr
smá vanilludropa.
Búið til kúlur úr deiginu,raðið á bökunarpappír og þrýstið þeim niður með gaffli. Bakist ljósbrúnar á 200gr.

Kropptoppar
3 eggjahvítur
150 gr. flórsykur
2 stk pippsúkkulaði
100 gr. nóa kropp
Þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn hægt út í. Brytjið pippið, merjið nóakroppið og setjið út í eggjablönduna. Hrærið varlega saman með sleif og setjið í smá toppa á bökunarplötu. Bakið við 150°C í 50 mín (ca 40 kökur)

Rúsínukökur
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
2 bollar rúsínur
2 bollar haframjöl
250 g smjörlíki
1 tsk natron
1 egg.
Öllu blandað saman og hnoðað. Má setja í gegnum hakkavél, en ekki nauðsynlegt. Búnar til litlar kúlur og flattar aðeins út.
Bakað við 200°c.

Engiferkökur
500 g púðursykur
250g smjörlíki
500 g hveiti
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 ½ tsk engifer *Hnoðað og búnar til kúlur, flattar aðeins með gaffli.

Súkkulaðibitakökur mömmu
600 g hveiti
100 g sykur
200 g púðursykur
200 g smjörlíki
2 egg
1 tsk natron
100 gr brytjað súkkulaði
½ tsk volgt vatn
Deigið er hnoðað og velt í lengjur. Kælt. Þá eru kökurnar skornar niður og settar á plötu. Bakað við 200°c

Sýropslengjur
400 g smjörlíki
400 g sykur
2 eggjarauður
2 msk sýrop
1 tsk kanill
2 tsk vanillusykur
2 tsk natron
600 g hveiti
Smjörlíki og sykur er hrært vel saman, eggjarauður og sýropi blandað saman við. Þá er þurrefnum bætt út í og hnoðað og velt í lengjur. Þær eru svo settar á plötu og bakað við 200 °c. Þá eru lengjurnar skornar niður í bita. Það er líka hægt að búa til litlar kúlur úr deiginu og þá eru þetta fínustu smákökur.

Makrónur
4 eggjahvítur
250 gr sykur
1 tsk kanill
125 gr saxaðar heslihnetur
60 gr súkkat (má sl eða nota appelsínubörk)
Eggjahvítur stífþeyttar sykri bætt saman við og þeytt stíft, öllu hinu bætt saman við.
Sett á plötu með skeið. Bakað við 160 gráður í 30 mín.

Kanilhringir ca 30-35 stk.
125 gr smjör
100 gr hveiti
1/2 dl kartöflumjöl
50 gr sykur
Hnoðað. Geymt í kæli í sólarhring.
Flatt út og stungnar út kökur með gati í miðjunni eða notoð hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) penslið með þeyttri eggjahvítu og dreifið kanilsykri yfir.
Bakað neðst í ofni við 200 gráður í ca 8 mín.

Kókostoppar (lítil uppskrift)
1 egg
80 gr sykur
80-100 gr kókosmjöl
Sykur og egg þeytt mjög vel. Kókosmjöli bætt út í varlega. Sett á plötu með teskeið. Bakað við vægan hita ljósbrúnar.
Bestar finnst mér þessar ef helmingnum er dýft í súkkulaði en úr því þú villt það ekki þá bara slepptu því , kökurnar verða ekkert verri.

Kókoshringir
250 gr hveiti
150 gr kókosmjöl
200 gr smjörlíki
150 gr sykur
1 tsk vanillusykur
1 egg
Hnoðað.
Geymt í kæli í nokkrar klst eða í sóalrhring (enn betr)Sett í genum hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) mótaðir hringir. Bakað við 200 gráður í ca 6-8 mín.

Nammi kökur (uppáhald barnanna)
200 gr smjör
250 gr af hveiti
85 gr sykur
2 tsk vanillusykur
1 eggjarauða
Hnoðað vel. Kælt.
Flatt þunnt út og stungnar út kökur með piparkökumótum. penslaðar með eggjahvítu og skrautsykri stráð yfir. Bakað við 200 gráður í ca 8-10 mín.
Þessar er álíka gaman að gera með börnunum og hinar klassísku piparkökur.

Ásakökur
200 gr kókosmjöl
200 gr hveiti
200 gr sykur
200 gr smjör
1 stk egg
2 tsk lyftiduft
Setjið öll hráefnin í skálina og vinnið rólega saman með káinu, látið standa. Gerið kúlur, setjið á plötu, þrýstið á með fingri, bakið við 200° í 9-11 mín.

Kókosdraumur
300 gr sykur
300 gr smjör
300 gr hveiti
300 gr kókosmjöl
1 stk egg
1 tsk hjartarsalt
sama aðferð og við Ásakökurnar, nema bakist í 10-12 mínútur.

Súkkulaðibitakökur
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk Natron
1/4 tsk salt
1/2 bolli kókosmjöl
200 gr. súkkulaði
1 egg 1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli smjörlíki
Súkkulaði brytjað hnoðað allt saman skorið í sneiðar og bakað í miðjum ofni við 200° í ca 10 mín algjört namminamm

Ágústínur
200 gr smjörlíki
250 gr sykur
1/2 dl púðursykur
2 egg, 250 gr hveiti
100 gr kókosmjöl
100 gr hafragrjón
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk hjartasalt
1 tsk vanilludropar
saxaðar möndlur, rúsínur, súkkulaði, döðlur eða annað e smekk
Hrært deig. Mótað milli handa í kúlur, bakað við 200 gráðu hita í ca 10 mín.

Siggakökur
1/2 bolli smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
1/2 bolli saxaðar hnetur
1/2 bolli saxað súkkulaði
1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn
Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu. Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín.

Bjössakökur
250 gr sykur
375 gr smjörlíkii
300 gr hveiti
200 gr kókosmjöl
50 gr kartöflumjöl
2 egg
1 tsk lyftiduft

* Hrært deig, sett með teskeið á plötu. 200°c

Anískökur
200 gr smjörlíki
100 gr sykur
100 gr púðursykur
1 egg
250 gr hveiti
1 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk anís
1/2 tsk natron
rifin börkur af einni appelsínu
súkkulaðihnappar
Hrært deig, mótað í kúlur, bakað við 200 gráðu hita í 7-10 mín. Súkkulaðidropi settur ofan á hverja köku, meðan þær eru ennþá heitar.

Kókostoppar
2 egg
2 dl sykur
5-6 dl kókosmjöl
50 gr rifið súkkulaði
50 gr rifinn apppelsínubörkur
1 tsk vanillusykur
Þeytt deig, sett með teskeið á plötu. Bakað við 180-200 °c Ef vill má dýfa kökunum í bráðið súkkulaði.

Engiferkökur
1/2 kg hveiti
1/2 kg púðursykur
225 smjörlíki
2 egg
1 bolli rúsínur (má sleppa)
1/4 bolli saxaðar möndlur (má sleppa)
6 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 tsk.kanill
1 tsk. negull
2 tsk.engifer.
Hnoðað, littlar kúlur og flattar smá út með gaffli. Ofninn á 200 gráður

Kókostoppar (lítil uppskrift)
1 egg
80 gr sykur
80-100 gr kókosmjöl.
Sykur og egg þeytt mjög vel. Kókosmjöli bætt út í varlega. Sett á plötu með teskeið. Bakað við vægan hita ljósbrúnar.
Bestar finnst mér þessar ef helmingnum er dýft í súkkulaði en ef þú villt það ekki þá bara slepptu því , kökurnar verða ekkert verri.

Mömmukökur
125 g smjörlíki
250 g sýróp
500 g hveiti
2 tsk. natron
1 tsk engifer
125 g sykur
1 egg
Sykur sýróp og smjörlíki hitað saman í potti og síðan kælt, hrærið eggið samanvið. Þurrefnunum er blandað saman og saman við gumsið. Hnoðið saman. Degið er látið stand stund í ísskáp en síðan flatt út og stungnar út kringlóttar kökur. Bakið gullinbrúnt við ca 200°C. Þegar kökurnar eru orðnar alveg kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með hvítu kremi, en það er gert úr smjörlíki (eða smjöri) og flórsykri.

Amerískar súkkulaðibitakökur
1 1/4 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g brytjað suðusúkkulaði
Hveiti, matarsóda, salti og kanil blandað saman. Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludr. er þeytt saman og hveitiblöndunni bætt smám saman við. Haframjöli og súkkulaði blandað út í deigið. kúfaðar teskeiðar af deigi eru settar á plötu með bökunarpappír, gott bil þarf að vera á milli þeirra þar sem þær renna út. Bakað við 200°C í 8 mín eigi þær að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar. Athugið að kökurnar virðast óbakaðar þegar á að taka þær úr ofninum!

Amerískar kökur ekta
2 1/2 bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 bolli smjörlíki
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar
1 bolli heslihnetur (má sleppa)
Smjörlíki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnum bætt út í: hveiti, salti og matarsóda Hnetum og súkkulaði bætt út í, í lokin Ca. teskeið fer svo á bökunarpappír, bakist við 180° í ca.10 mín.

Engiferkökur Ömmu í Hlíð
½ kg hveiti
½ kg púðursykur
225 g smjörlíki
2 egg
30 g lyftiduft
1 tsk natron
1-2 tsk engifer
1 tsk kanill
11/2 tsk negull
Hrært, rúllað upp í stöngla, kælt, skorið í smáar kökur og sett á plötu og bakað við fremur hægan hita . ( hjá mér 150°C blástur í um 10-12 mín)
Má minnka sykurinn um helming, en þá verða kökurnar bara harðari.

Lion bar kökur
100 g Lion bar( um 2 stór )
100 g suðusúkkulaði, saxað
150 g púðursykur
80 g smjörlíki
1 egg
160 g hveiti
1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
smá vanilludropar
Allt hrært í kássu, Lion barið sett síðast út í svo það fari ekki alveg í mauk. Sett á plötu með teskeið, um 1/2 -1 tsk í köku, ágætt bil á milli því þær renna út. Bakaðar við 175°C í 8 mín. Ekki of lengi því þá verða þær harðar. Mæli 100 % með þessum kökum, endilega prófið.

Súkkulaðibitakökur sem geta ekki klikkað
1 bolli sykur
1 bolli smjörlíki
1 bolli púðusykur
3 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1 bolli kókosmjöl
200 gr. súkkulaðispænir
2 egg
Hnoðað gerðar lengjur,skorið í bita,gerðar kúlur og raðað á plötur og þrýst ofaná.
Bakað við 170-180 í ca 15 mín.

Brún lagkaka
450 g sykur Smjörkrem:
450 g smjörlíki
8 egg 150 g smjör
430 g hveiti 100 g smjörlíki
65 g kakó 230 g flórsykur
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar
½ tsk engifer
½ tsk negull
½ tsk vanilludropar
Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu. Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel. Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar. Bakið við 220°c í 10-12 mín.

Hvít lagkaka
450 g sykur
450 g smjörlíki
8 egg
500 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
Rifinn appelsínubörkur af ½ appelsínu
Sama aðferð og við brúnu lagkökuna. Sulta að eigin vali á milli.

Smjörkökur ömmu Dreka
300 gr sykur
215 gr smjör
1 egg
325 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
Sítrónu og vanilludropar eftir smekk (má sleppa)
Hnoðað, velt í lengjur og skorið niður og sett á plötu. Bakað við 200°c.Eva
Eva
Admin

Posts : 198
Join date : 2009-09-29
Age : 34

View user profile http://chickas.omgforum.net

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum