"orkustykki"

Go down

"orkustykki" Empty "orkustykki"

Post  glt on Thu Mar 24, 2011 3:20 am

Hérna er góð uppskift af svona orkustykkjum sem er fullkomin fyrir ykkur sem að borða ekki morgunmat að grípa í. Mæli samt ekki með því að vera að mönnsa þetta allan daginn.

samstarfsstúlka mín var að gera svona um daginn eftir þessari uppskrift sem að hún fann hérna http://erlahlyns.blogspot.com/ þetta er klikk gott og á þessari síðu er líka að finna barnamat.

1/4 bolli niðurskornar aprikósur
1/4 bolli niðurskornar döðlur
1/4 bolli þurrkuð trönuber
1/2 bolli tröllahafrar
1/2 bolli kókosflögur
1/2 bolli sólblómafræ
1/4 bolli hveitikím
1/4 bolli sesamfræ
1/4 bolli hunang
1/4 bolli sýróp
2 msk smjör/kókosolía

Bræðið saman hunang, sýróp og smjör/olíu, bætið við apríkósunum, döðlunum og trönuberjunum.Takið blönduna af hitanum og blandið þurrefnunum vel saman við.Leggið smjörpappír í mót. Ég nota hér grunnt mót sem er um 30 x 40 cm.
Setjið blönduna á pappírinn og breiðið úr henni. Sléttið vel úr blöndunni og þéttið í alla enda. Hér erum við í raun að móta orkustykkin.
Ójöfn blanda = ójöfn orkustykki. Geymið í kæli í hálfan sólarhring, eða lengur, þannig að blandan harðni. Skerið orkustykkin í æskilega stærð. Mér finnst þægilegast að nota pizzaskera.

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

View user profile

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum