quinoauppskrift

Go down

quinoauppskrift Empty quinoauppskrift

Post  glt on Thu Mar 24, 2011 3:14 am

Hérna er ein lauflétt klikk góð quinoa uppskrift

3 dl kínóagrjón
6 dl grænmetissoð
1 laukur, smátt skorinn
½ græn paprika, smátt skorin
handfylli fersk steinselja, grófsöxuð
handfylli pistasíuhnetur
handfylli þurrkaðar aprikósur, smátt skornar
1 tsk. ólífuolía til steikingar, ef vill
Dressing:

2-3 msk. ólífuolía
safi af 1 sítrónu
1 hvítlauksrif, marið
1 tsk. fljótandi hunang
salt og grófmalaður pipar
Öllu hrært vel saman í lítilli skál og dressingin borin fram með salatinu eða dreypt yfir rétt áður en það er borið fram.

Skellið grjónunum út í sjóðandi grænmetissoðið og látið malla við vægan hita í um 15 mínútur. Látið lauk og papriku gyllast í ólífuolíu á pönnu við meðalhita. (Það er ekki síður gómsætt að sleppa því að mýkja laukinn og paprikuna og setja hvorutveggja einfaldlega hrátt saman við grjónin.) Að suðu lokinni eiga grjónin að hafa tekið í sig mest allan vökvann en annars skulið þið láta renna vel af þeim. Hellið grjónunum í skál og hrærið upp í þeim með gafli. Bætið papriku, lauk, steinselju, hnetum og aprikósum saman við og blandið vel.

Grjónin eru jafn ljúffeng heit eða köld. Reyndar ber ég þau oftast fram við stofuhita


Ég prufaði þessa uppskrift í gær og hafði sem meðlæti með kjúklingabitum, hrikalega gott og meiraðsegja Æ var hrifin af þessu

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

View user profile

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum