Skinkuhorn (2 mismunandi)

Go down

Skinkuhorn (2 mismunandi) Empty Skinkuhorn (2 mismunandi)

Post  Eva on Wed Nov 24, 2010 11:04 am

Ég á tvær útgáfur af skinkuhornum, báðar góðar en held samt að seinni sé betri. Ætla að prófa hana á morgun

Skinkuhorn Sigrúnar
Deig:
100 gr smjörlíki
1/2 l mjólk
1 pk þurrger
60 gr sykur
1/2 tsk salt
900 gr hveiti

Fylling:
200-300 gr skinkumyrja

Ofan á:
egg til pennslunar
birkifræ

Bræðið smjörlíki í potti við vægan hita...bætið svo mjólkinni út í og hrærið saman og takið af hellunni þetta má ekki vera heitara en volgt! Hellið þessu í skál og látið bíða ef þetta er heitt en ekki volgt, þegar þetta er volgt bætið þið við gerinu saman við.
Bætið svo við salti, sykri og hveiti og hrærið og hnoðið deigið. Breyðið klút yfir deigið og látið það lyfta sér á heitum stað í ca 30 mínútur.
Skiptið deiginu í 5 hluta og fletjið út kringlótta köku og skerið í 8 geira. Setjið skinkumyrjuna (1tsk -stundum aeðisn meira) inní hvern geira og rúllið upp frá breiðari endanum. Gott að láta standa í 30 min upprúlluð
Penslið með egginu og setjið birkifræ ofan á .
Bakist við 200 C í 15-20 mín.

Enjoy Smile


[quote]Skinkuhorn Drífu frænku
ca. 32 horn

5 1/2 - 6 dl Hveiti
1,5 -2 msk matarolía
1 tsk salt
1 tsk sykur
40-50gr pressuger (eða 3,5 tsk þurrger.. sem er dealbreaker eiginlega.. því að pressugerið does wonders.. fæst í kæli í stórmörkuðum)
2 dl volgt vatn

Ger hrært útí vatn og hnoðað í hveitið og rest og látið hefast.
Skiptið deginu í 4 hluta

Rúlla með kefli og gera "pizzu"/hring og skera í 8 sneiðar og setja skinkumyrju og rúlla upp

láta þetta standa tilbúið helst í svona klukkutíma þá verða þau eitthvað extra djúsí


smyrja með eggi og jafnvel kúmen eða birki og í ofninn 180c - þangað til þau eru gullituð
Eva
Eva
Admin

Posts : 198
Join date : 2009-09-29
Age : 35

View user profile http://chickas.omgforum.net

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum