Grænmetiskarrý Lasagne

Go down

Grænmetiskarrý Lasagne Empty Grænmetiskarrý Lasagne

Post  Rut on Sat Nov 20, 2010 5:18 am

Langt nafn en einföld uppskrift uppúr mér. Pottréttur varð að lasagne. Uppskriftin er fyrir ca. 4 manns.

1 laukur
1 rauður chili
1 sæt kartafla
3 gulrætur
1 lítill brokkolíhaus (eða bara tvær lúkur frosið)
1 rauð paprika
1 dós nýrnabaunir

2 msk rautt karrýpaste
1 lítil dós tómatpúrra (~3 msk)
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós kókosmjólk
2 grænmetisteningar
Svartur pipar

Lasagne plötur
Rjómaostur á milli laga
Gratínostur yfir

Steikja lauk og chili svo verði mjúkt. Bæta gulrót og sætri kartöflu útí. Svo tómatpúrra, karrýmauk, grænmetistengingar, tómatar og kókosmjólk. Svo brokkolí og paprika útí eftir smástund. Láta malla í 10 mín og bæta svo nýrnabaununum útí og malla í 15 í viðbót. Pipra til og skella í eldfast form, setja í lög með lasagne plötum og rjómaosti á milli og toppa svo með góðum slatt af gratínosti. Baka í ofni 180°C heitum í ca. 45 mín eða þangað til osturinn ofaná er girnó. Bera fram með brauði og jafnvel góðu salati.

Mega gott!

Rut
Admin

Posts : 96
Join date : 2009-09-29

View user profile

Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum