Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  Rut on Thu Nov 18, 2010 1:53 pm

Þetta eru Sörurnar sem ég og Guðný bökuðum í hittifyrra. Mjög fínar, skelli þeim inn fyrst ég var að skrifa þær inn í tölvuna á annað borð.

Norðlenskar sörur

6 dl flórsykur
5 eggjahvítur
1 poki möndlur smátt saxaðar
1 poki hnetur smátt saxaðar

Stífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn. Hrærið möndlum og hnetum varlega saman við. Þetta er síðan sett á plötu með teskeið og bakað í 15-20 mín við 180°C

Krem:
1,5 dl sykur
1,5 dl vatn
5 eggjarauður
300g smjör, mjúkt
2 msk kakó
100-150g Odense nougat, skorið smátt
200g suðusúkkulaði (notað til að hjúpa)

Sykur og vatn hitað í 10-25 mín, eða þar til sykurinn er alveg bráðnaður.
Þeyta eggjarauðurnar mjög vel. Hella sykurbráðinni útí í mjórri bunu og hræra vel í á meðan. Hræra þetta í 2-3 mín, svo er nougatinu blandað saman við og hrært í smá stund. Að lokum er mjúka smjörinu og kakóinu hrært varlega útí.

Þá er kremið sett ofan á sörurnar og þær settar í frysti í smá stund. Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og sörunum dýft ofan í það.

Bökunarráð (frá Ernu)
þeyta eggjahvíturnar MJÖG vel, ef þér finnst þær tilbúnar, þeyttu þær þá í 2-3 mín í viðbót Wink
Á meðan þú ert að baka skaltu geyma deigið í ísskáp svo að loftfyllingin falli ekki. Ef gera á 2falda uppskrift, gera hana þá í tvennu lagi því deigið þolir ekki að bíða í lengri tíma. Góð stærð fyrir kökurnar á plötunni er á stærð við tíkall.

Þeyta eggjarauðurnar mjög vel (eins og hvíturnar), kæla sykurbráðina mjög vel áður en hún fer út í eggjarauðurnar. Ef það er ekki gert þá bráðnar smjörið þegar það er sett út í og skilur sig frá kreminu (mærnar). Eins með súkkulaðið, passa að það sé ekki mjög heitt þegar það er sett út í. Hægt er að draga úr skaðanum ef þetta gerist með því að setja flórsykur út í.

Setja Sörurnar í box og frysta í hæðum með bökunarpappír á milli, geyma í frysti.

Rut
Admin

Posts : 96
Join date : 2009-09-29

View user profile

Back to top Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Re: Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  Erna on Fri Nov 26, 2010 6:01 pm

er til kona sem heitir Erna Guðný?
Erna
Erna
Admin

Posts : 198
Join date : 2009-09-29
Age : 37

View user profile http://www.ernageirs.com

Back to top Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Re: Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  Eva on Fri Nov 26, 2010 8:38 pm

já þær eru 4 skv íslendingabók!

en engin þeirra bjó til þessa uppskrift samt..
Eva
Eva
Admin

Posts : 198
Join date : 2009-09-29
Age : 35

View user profile http://chickas.omgforum.net

Back to top Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Re: Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  Birna on Sat Nov 27, 2010 12:04 pm

Og það eru til nokkrar Birna Rún og Eva Rós

hér er mynd af einni BRún og einni Evu Rós saman
Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) 10474606.BirnaRnEvaRs

Mér hættir ekki að finnast þetta merkilegt!
Birna
Birna
Admin

Posts : 140
Join date : 2009-09-29
Age : 36

View user profile

Back to top Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Re: Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  glt on Sun Nov 28, 2010 2:58 pm

haha þetta er Birna Rún sem er vinkona Ölrúnar!

En þetta er s.s. Erna Björk vinstúlka mín sem á þessa söru uppskrift, kremið er fangeifen gott.

glt
Admin

Posts : 42
Join date : 2009-10-05

View user profile

Back to top Go down

Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar) Empty Re: Sörur (uppskrift frá Ernu Guðnýjar)

Post  Sponsored content


Sponsored content


Back to top Go down

Back to top


 
Permissions in this forum:
You cannot reply to topics in this forum